GEISLABAUGUR

Ég vaknaði eldsnemma einn morguninn fyrir skömmu síðan við það að konan ýtti hraustlega við mér og sagði:

Guð minn góður hvað mig var að dreyma alveg hrikalega mikið.

Mig hafði sjálfan verið að dreyma að ég stæði við fallega laxveiðiá og sá stóri var einmitt að fara að bíta á öngulinn þegar konan vakti mig með þessum látum.

Já þakka þér kærlega fyrir að vekja mig bara til þess að segja mér að þig hefði verið að dreyma sagði ég önugur enda hálf sár yfir að hafa tapað af glímunni við laxinn stóra.

Já en þú skilur þetta ekki hrópaði konan á innsoginu,  þetta var svo hrikalega skrýtinn draumur,  mig dreymdi nefnilega að þú værir að koma út úr stóru húsi og varst með þennan svakalega geislabaug yfir skallanum,  furðulegt finnst þér ekki.

Nei það finnst mér hreint ekkert furðulegt svaraði ég mér finnst miklu furðulegra að þú skulir ekki hafa komið auga á það fyrir löngu að hann er þarna alla daga en þú þarft að fara í draumalandið til að sjá þennan fallega geislabaug. 

Þetta er eitthvað dularfullt sagði konan byrst og ég held að ég halli mér aftur og sjái hvort draumalandið kemur ekki með skýringu á þessu fyrir mig.  Síðan skellti hún hausnum á koddann og breiddi sængina upp fyrir haus og innan skamms heyrðust háværar hrotur undan sænginni. 

Það er þá best að ég athugi líka hvort laxinn er ekki þarna ennþá hugsaði ég með mér og lagðist á koddann og lokaði augunum.  Eftir svolitla stund var ég svo horfinn aftur á vit draumanna en vaknaði aftur með andfælum þegar ég fékk vænt drag í afturendann frá konunni. 

Hvað í ósköpunum gengur eiginlega á kona urraði ég bálillur yfir þessu ofbeldi,  finnst þér það við hæfi að byrja daginn með spörkum, hvað á þetta eiginlega að þíða.

Láttu ekki eins og þú sért alsaklaus hrópaði konan ég vissi að það kæmi skýring á draumnum þegar að ég sofnaði aftur.

Jæja góða sagði ég hinn versti og þarf að vekja mann með þessum látum fyrir því,  ekki get ég gert að því þó að mér hafi verið úthlutað þessum geislabaug. 

Þetta var ekki geislabaugur svaraði konan ískalt, þetta skýrðist allt þegar ég sofnaði aftur, um leið og mig fór að dreyma aftur sá ég strax hvernig í þessu lá öllu saman.  Þetta var nefnilega ekki geislabaugur sagði konan,  þetta var bara neonljós. 

Neonljós sagði ég undrandi,  hvernig getur staðið á því að ég var með neonljós yfir hausnum.

Eins og það sé ekki augljóst urraði konan þú varst að koma út af  KNÆPUNNI blindfullur og neonljósið fyrir ofan dyrnar speglaðist í skallanum á þér og leit eitt augnablik út fyrir að vera geislabaugur.

Það er ekkert annað bara blindfullur að koma af knæpunni en hvernig er það góða fyrst þetta varð allt í einu svona morgunljóst þýðir það þá ekki að þú varst með mér á knæpunni spurði ég og þá væntanlega búin að fá þér í aðra stórutánna. 

Nei aldeilis ekki svaraði konan byrst það var sko engin óregla á mér þú varst sko einn að veltast á knæpunni og það alveg sauðdrukkinn.

Það er bara svona stundi ég bara einn á ferð það var fínt þá hefur örugglega verið gaman hjá mér. 

Ég sá strax eftir þessum orðum mínum því ég fékk umsvifalaust annað drag í afturendann og sá mér ekki annað fært en að fara á fætur enda var farið að heyrast í pottormum í næsta herbergi svo að ég þurfti að fara að taka til morgunmatinn.  Konan kom svo skömmu seinna og settist þung á brún við morgunverðarborðið.

Ég ætla bara að láta þig vita það Snorri Þór að það kemur ekki til mála að vera með svona óreglu í rúminu á nóttinni sagði hún svo,  þú verður að hætta þessu sumbli og svipurinn á henni gaf til kynna að henni væri alvara með þessum orðum.

Þér er nær að vera að hella svona uppá mig svaraði ég fullum hálsi ekki var þetta minn draumur heldur þinn.

Konan skellti uppúr en sagði svo:  Ekki skil ég að ég þurfti að sofna tvisvar til þess að sjá eins augljósan hlut og það að þetta var bara knæpuljósið sem speglaðist í skallanum á þér en alls enginn GEISLABAUGUR

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 hahahahahhaha að ég skuli hafa þurft að sofna aftur til þess að komast að hinu sanna í málinu þvílíkur þöngulhaus sem ég er (greinilega) En elsku hjartans englabossinn minn (engill með GEILSABAUG), ég bið þig innilega afsökunar á því hve harkalega ég vek þig.......þetta var mér algerlega hulið  en verður ekki endurtekið.  En veistu......elsku hjartans geislabaugskrúsindúlluenglabossinn minn..........það voru svo skelfilega mikil átök hjá þér í draumalandinu að ég sá að ég yrði að vekja þig, önnur eins læti í rúminu hafa aldrei verið, hvorki fyrr né síðar - þú varst á fleygiferð og það gengu einhver lifandis ósköp á - ég hélt að þú værir svona illa haldinn af hræðilegri martröð - en þá hefur þú verið að berjast við stóra fiskinn......Það styttist í Veiðivötnin og þá færðu að sprikla eins og þér sýnist.  Knús á þig frá þinni heittelskuðu eiginkonu. (sem er ekki svo mikið illfygli!!!)

Blogga - sem er orðin að illfygli. (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 19:47

2 identicon

 sko..........það heitir að vera á kojufylliríi þegar er verið að sumbla í rúminu......og þá er næsta skref að fara í meðferð.......eða meðíferð, man ekki hvort heldur.

Blogga blíða (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 20:50

3 identicon

 hvað haldið þið að hafi hent mig rétt í þessu.........ég var að opna kassa í núið.is og valdi mér kassa nr. 4 og ÞAR VAR MÉR BOÐIÐ AÐ KAUÐA BÓKINA DRAUMARNIR ÞÍNIR - DRAUMARÁÐNINGABÓK. hahahahhaha hahahhahaha hahahahha  Ég á eina þrælgóða síðan á ungtítluárunum......ég held að hún hljóti að duga á draumana okkar í Ólátagarði.  Allavega afþakkaði ég hina bókina.

Blogga blíða (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 22:31

4 identicon

Vil bara láta þig vita að oftast þegar ég er að vakna upp á næturnar og mig hefur verið að dreyma e-ð.........þá er bara "TO BE CONTINUED" draumurinn heldur bara áfram þegar ég lognast út af aftur svo þú hefðir alveg getað landað þessum fína draumafiski þínum.........og sjáðu svo söguna um Veiðivatnaferðina.......ekki vantaði nú grobbið í þá veiðisögu........og seiseinei, og nú er ég hætt að vorkenna þér - alveg steinhætt því.......og það sko lööööööööööööööngu hætt því.

Knús frá Bloggu, blíðlynda veiðifélaga þínum

blogga blíðlynda (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband