14.6.2006 | 13:44
Minningargrein
Það var einn laugardagsmorgunn fyrir ekki löngu síðan að ég vaknaði í seinna lagi við glymjandi hlátur sem virtist koma neðan úr eldhúsi. Ég bölvaði í hljóði yfir því að það væru komnir gestir og að þeir hefðu náð mér í bólinu. Ég klæddist því í snatri og kíkti fram á stigapall til að sá nú hver væri komin. En enga sá ég gestina en konan mín sat hins vegar við eldhúsborðið og hló og hló svo tárinn runnu niður kinnarnar á henni. Hvað er svona skemmtilegt í dag spurði ég um leið og ég gekk niður stigann til að fá mér morgunkaffi og kringlu. Eina svarið sem ég fékk var drynjandi hláturroka sem stóð yfir þó nokkra stund, og svo stundi konan upp: Ég er bara að lesa moggann. Það bregður nú eitthvað nýrra við ef mogginn er orðin svona skemmtilegur sagði ég, ekkert nema stríðsfréttir og pólitík og eitthvað þaðan af verra. Það kom önnur væn hláturroka frá konunni en að lokum stundi hún upp: Nei nei ég er bara að lesa minningargreinarnar. Hvað segirðu sagði ég hissa, finnst þér svona gaman þegar einhver deyr. Eftir eina væna hláturroku í viðbót stundi konan upp, nei nei það bara dó gamall kall fyrir vestan sem ég þekkti og það er svo yndislega skemmtilegar minningargreinarnar um hann. Æji bætti hún við, þeir kunna sko að skrifa minningargreinar þarna fyrir vestan það er sko ekkert lognmollu prump sem fer á prent frá þeim. Eftir að hafa skemmt sér góða stund til viðbótar við að lesa minningargreinar um gamla dauða kallinn að vestan varð hún svo skyndilega grafalvarleg og snéri sér að mér og sagði: Hvernig ætli hún verði nú minningargreinin um mig. Hvað áttu við elskan mín ertu nokkuð að fara að deyja sagði ég undrandi yfir þessari spurningu ertu nokkuð veik, villtu kannski að ég hringi í læknirinn fyrir þig. Þú þarft nú ekki að segja þetta með svona miklum vonarróm sagði konan með nokkurri þykkju og ég er sko ekkert veik, ég var bara að velta því fyrir mér hvað fólk muni skrifa um mig þegar ég dey. Það verður örugglega eitthvað fallegt sagði ég en ætli þér verði nú bara ekki nokk sama um hvað fólk skrifar þegar þú verður komin til þeirra þarna hinumegin, þú verður örugglega svo upptekin af að skemmta þér með gamla skemmtilega kallinum sem þú varst að lesa minningargreinarnar um bætti ég við. Jæja þú heldur að það verði eitthvað fallegt sagði konan þú villt þá kannski segja mér hvað þú myndir skrifa um mig ef ég myndi deyja á morgun. Ég hugsaði mig um nokkra stund og vissi ekki alveg hvernig ég ætti að svara þessu alveg þangað til konan sagði snökkt: Þurrkaðu þetta fíflalega glott framan úr þér og hættu að vona, ég er ekkert að fara að deyja ég vil bara fá að vita hvað þú myndir skrifa sagði hún svo óþolinmóð. Ég sá að ég var að lenda í vandræðum svo ég flýtti mér að segja, ég verð nú svo upptekinn við að panta flottustu kistuna og skreyta kirkjuna með krönsum og blómum að ég veit nú bara ekki hvort ég hefði tíma til að skrifa eitthvað elskan mín. Það er einmitt það sagði konan þú hefðir sem sagt ekkert fallegt að segja um mig til að setja í minningargrein, það er svo sem eftir öðru bætti hún við stóð á fætur og fór græja sig í að steikja kjötbollur í hádegismatinn. Ég myndi sko skrifa fallega grein um þig sagði hún svo eftir nokkra stund. Jæja sagði ég þú ert nú að vestan svo það yrði þá væntanlega engin lognmolla í þeirri grein og gæti ég kannski fengið að heyra hvernig hún á að vera. Alveg sjálfsagt sagði konan og hugsaði sig um svolitla stund en sagði svo: Ég myndi segja að þú værir skapgóður, ljúfur og og og og barngóður kom svo eftir þó nokkra stund. Jahá sagði ég það er ekkert annað en mér finnst nú varla taka því að vera að setja þetta í minningargreinarnar í mogganum það væri nú nóg að kaupa smáauglýsingu fyrir þetta bætti ég við. Þetta er þó meira en þú gast gert sagði konan og benti á mig með kjötfarsskeiðinni. Tja ef ég þarf ekki að skrifa meira en þetta um þig þá gæri ég nú kannski fundið mér tíma til að setja það á blað sagði ég og minningargreinin um þig gæti þá verið einhvervegin svona: Hún fæddist fyrir vestan, flutti á Selfoss, eldaði kjötbollur og dó. Og ég bendi á að þessi minningargrein er að minnsta kosti 25% lengri en þín um mig sagði ég svo og klappaði konunni á bakið. Konan hugsaði sig um góða stund en sagði svo, þú hefðir nú getað sagt, eldaði góðar kjötbollur og dó, en ég held samt að ég verði að biðja þig um eitt bætti hún við. Ef að ég dey á undan þér þá vil ég að þú lofir mér því að láta þér nægja að sitja á fremsta bekk í kirkjunni en látir það alveg vera að skrifa um mig og birta í mogganum MINNINGARGREIN.
Smelltu á þetta...
Vefsíðulistinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Eldri færslur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Megi sá sem vanur er gefa þér góðan dag - ég legg mitt af mörkum til þess að svo megi verða.
Elskan mín.........vorum við ekki búin að ákveða að deyja í kyrrþey og allt það......ha. Við giftum okkur í kyrrþey svo við erum vön því að hafa allt í kyrrþey (hvað svo sem blogginu líður) og varðandi minningagreinarnar....jú, þá hefur ekki hingað til dáið nokkur lifandi sála sem hefur ekki verið með allt lífsregistrið jákvætt og flott og gott, allavega hef ég ekki enn lesið minningagrein í mogganum sem segir eitthvað annað en allt ljómandi gott um hinn látna....og ekki lýgur mogginn. Varðandi minningarorð um þig, þá er ég alltaf að dásama þig .....það væri nefnilega ofseint að gera það þegar þú ert dauður, og svörin sem ég fæ eru á einn veg.........ekki láta nokkra konu heyra þetta, þú ert dauð!öfunduð af þessum manni. (þetta var sagt þegar þú varst búinn að sjá um jólavesenið, kaupa, pakka og senda) Það er nefnilega sagt að mesta hrósið um viðkomandi sé sagt þegar hann er allur og það er of seint að hrósa honum þá.
Ég vona samt.........ef einhverjum dytti í hug að skrifa minningarorð - þá væri eins gott að sá hinn sami skrifaði bara jákvætt, því annars myndi ég ofsækja viðkomandi og mæta á alla miðilsfundi og gera usla. Þetta vita þeir sem þekkja mig og því dytti þeim ekki til hugar að setja orð á blað um mig - finnst örugglega nóg að gert í lifanda lífi og nóg um grikkina. - (oflangt mál að tíunda prakkarastrikin ég veit af þeim)
Er nefnilega í grikkjavinafélaginu (sbr. hrekkjalómafélagið)
eiginkonan og söguefnið (IP-tala skráð) 14.6.2006 kl. 14:20
:))))))
Félagi í aðdáenda klúbbi snorrabloggs (IP-tala skráð) 14.6.2006 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.