Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
23.10.2007 | 13:05
SJÓNVARP Í SVEFNHERBERGIÐ
Þetta gengur ekki lengur sagði konan með alvörusvip um daginn þar sem hún stóð og góndi á vegginn og loftið í svefnherberginu.
Hvað gengur ekki spurði ég ofurvarlega því venjulega þegar konan er með þennan svip og eitthvað gengur ekki hjá henni þá kostar það meiriháttar breytingar eða endurnýjun á innanstokksmunum.
Jú sjáðu til sagði konan það eru bókstaflega allir sem ég þekki komnir með sjónvarp í svefnherbergið hjá sér og ég sé ekki betur en að hér megi vel koma fyrir eins og einu tæki bætti hún við og horfði sem fastast upp í loftið í herberginu.
Og hvað í ósköpunum ætlar þú að gera við sjónvarp í svefnherbergið sagði ég undrandi, þú sofnar nú venjulega yfir sjónvarpinu frammi í stofu og hvað þá þegar þú leggst á koddann þá er nú vélsögin venjulega komin í gang eftir örstutta stund.
Sjáðu til sagði konan, þetta er spurning um að tolla í tískunni og ef við fáum sjónvarp hingað inn þá get ég horft á einhverja fræðandi þætti á meðan þú horfir á þennan endalausa fótbolta og ef það er ekki fótbolti þá eru það einhverjar aðrar íþróttir.
Og hvað kallar þú fræðandi þætti sagði ég þetta er bara afsökun til að geta horft á Bachelorinn eða American Next Top Model eða eitthvað álíka gáfulegt og svo er líka sjónvarp inni í barnaherberginu svo það er alveg ástæðulaust að fara að fá eitt tæki í viðbót hingað inn í svefnherbergi.
Í barnaherberginu hrópaði konan, ætlast þú til að ég fari að sitja þar og horfa á sjónvarpið meðan þú hertekur stofuna öll kvöld með þitt íþróttabull. Hvað er það eiginlega með þig og íþróttir sagði hún svo, varst þú einhver ógurlegur íþróttakappi sjálfur fyrst þú liggur yfir þessu alla daga.
Neibb sem betur fer bjargaði áfengið mér frá íþróttabölinu sagði ég en það getur nú samt verið gaman að horfa á einn og einn leik fyrir því og ég tala nú ekki um ef maður hefur einn kaldan öl við hendina líka.
Það var og sagði konan, þú liggur í lazy boy stólnum í stofunni með bjór en ég á að hírast inni í barnaherbergi með mitt fræðsluefni og kannski vatnsglas eða hvað.
Já það er miklu betri hugmynd sagði ég um leið og ég snaraðist út því að ég var að verða of seinn í geislatíma í Reykjavíkur. Að lokinni leiser meðferðinni í Reykjavík þurfti ég svo að útrétta svolítið og það var því langt liðið á dag þegar ég renndi í hlað heima í Miðtúni léttur í lund og hlakkaði til að sjá hvað konan hefði nú eldað handa mér.
Um leið og ég snaraðist inn um dyrnar var ég rétt að segja dottinn um þann stærsta pappakassa sem ég hef séð um dagana og ekki fann ég neina matarlykt en hinsvegar heyrðust miklir skruðningar innan úr svefnherbergi. Ég flýtti mér inn í svefnherbergið og þar blasti við mér glænýr 42 tommu háskerpu - víðóma - breiðtjaldsskjár sem hékk í festingu niður úr loftinu í herberginu.
Babba babbba babbb stamaði ég og horfði furðulostinn á þessa græju sem konan var önnum kafin við að tengja.
Já ekkert babb babb galaði konan, farðu bara fram í stofu og horfðu á þinn 28 tommu ræfil, það verður sko ekki horft á neinn fótbolta í mínu tæki bætti hún svo við.
Það verður ekki annað sagt en að frúin hafi gengið óvenju snemma til náða þetta kvöld því að klukkan níu var hún skriðin upp í rúm og búin að kveikja á nýju græjunni.
Ég gerði mér ferð inn í herbergi til þess að skoða og varð að viðurkenna að myndgæðin í nýja tækinu voru all miklu betri en í gamla 28 tommu garminum mínun. Ég lagðist því við hliðina á konunni og horfði svolitla stund á einhvern þátt sem var í gangi.
Það skal skýrt tekið fram að sagan sem hér fer á eftir á alls ekkert skylt við það að ég skyldi leggjast þarna smástund hjá konunni:
Það var kvöld eitt að hjónin höfðu
lagst til hvílu fyrir nóttina að konan varð vör við að eiginmaðurinn snerti hana á mjög óvenjulegan hátt.
Fyrst rendi hann hendinni yfir axlirnar á henni og efrihluta baksins.
Síðan renndi hann hendinni mjög létt yfir brjóst hennar .
Þá hélt höndin varlega niður með síðunni og yfir magann og síðan niður
með síðunni hinu megin niður að mitti.
Hann þuklaði síðan mjöðm hennar fyrst öðru megin og síðan hinu megin.
Hönd hans fór síðan niðureftir lærunum utanverðum.
Hönd hans strauk síðan vinstra lærið varlega að innanverðu og eins
við hægra lærið.
Þegar þarna var komið var hjartsláttur konunnar orðinn örari og hún titraði
aðeins og hagræddi sér í rúminu.
Þá hætti maðurinn skyndilega og sneri sér yfir á hina hliðina í rúminu.
Af hverju ertu hættur hvíslaði konan.
Hann hvíslaði til baka
Ég er búinn að finna fjarstýringuna!!
Eins og ég sagði þá er þetta að sjálfsögðu skáldsaga sem á ekkert skylt við það að ég skyldi leggjast þarna hjá konunni og bara svo það sé á hreinu þá tengist glóðaraugað sem ég er með alls ekki með neinum hætti þeirri staðreynd að það er komið:
SJÓNVARP Í SVEFNHERBERGIÐ
Smelltu á þetta...
Vefsíðulistinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Eldri færslur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar