Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
25.5.2012 | 14:28
Skemmtilega orðaðar auglýsingar
1. Sérstakur hádegisverðarmatseðill:
Kjúklingur eða buff kr. 600, kalkúnn kr.
550, börn kr. 300.
2. Til sölu: Antikskrifborð, hentar vel
dömum með þykkar fætur og stórar skúffur.
3. Nú hefur þú tækifæri til að láta gata
á þér eyrun og fá extra par
með þér heim.
4. Við eyðileggjum ekki fötin þín með
óvönduðum vélum, við gerum það
varanlega í höndunum.
5. Til sölu nokkrir gamlir kjólar af ömmu
í góðu ástandi.
6. Þetta hótel býður upp á bowlingsali,
tennisvelli, þægileg rúm og aðra
íþróttaaðstöðu.
7. Brauðrist: Gjöfin sem allir fjölskyldumeðlimir
elska, brennir brauðið sjálfvirkt.
8. Ísafjarðarkaupstaður: Starfsmann vantar,
kvenmann, til starfa.
9. Vantar mann til að vinna í dínamítverksmiðju.
Þarf að vera tilbúinn til að ferðast.
10. Notaðir bílar. Því að fara annað og láta svíkja
sig. Komdu til okkar!
11. Vinna í boði fyrir mann til að hugsa um kú sem
hvorki reykir né drekkur..
12. Ólæs? Skrifaðu okkur strax í dag og við munum veita
þér ókeypis aðstoð.
Persónulega finnst mér auglýsingar nr. 2 og 12 vera bestar, þær eiga svo einstaklega vel við fólk sem ég kannast við.
25.5.2012 | 11:56
Heilræði til frjálsra manna
Jæja núna þegar maður er formlega búinn að undirrita þá pappíra sem gera mann aftur að frjálsum manni þá er ekki úr vegi að deila með ykkur fimm mjög mikilvægum heilræðum sem þeir sem ætla sér einhver samskipti við hitt kynið ættu að kynna sér mjög vel.
1: Mjög mikilvægt er að finna konu sem er bæði mjög húsleg og í fullri vinnu.
2: Mikilvægt er að finna konu sem kemur þér til að hlægja.
3: Mikilvægt er að finna konu sem hægt er að treysta og lýgur ekki að þér.
4. Mikilvægt er að finna konu sem elskar þig og dekrar við þig.
5: Mikilvægast af öllu er samt að þessar konur þekkist ekki.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Smelltu á þetta...
Vefsíðulistinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Eldri færslur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar