30.11.2006 | 14:29
T-34
Miðvikudaginn 22 nóvember s.l. sat ég í rólegheitum síðari hluta dags í notarlegum baststól í sólstofunni heima í Miðtúni og horfði út um gluggann, meðan ég beið eftir því að konan kæmi heim til þess að gefa mér að borða. Og ekki stóð á því að konan mætti, því skyndilega sá ég litla bláa Yarisin hennar koma á svo mikilli ferð fyrir hornið á götunni að það var með naumyndum að hún næði beigjunni og þegar bíllinn straukst við runnana sem standa við safnaðarheimili Vottanna fipaðist hún og sikk sakkaði heim í hlað og það munaði engu að hún strauaði afturendann á jeppanum þegar hún nauðhemlaði í hlaðinu heima. Hurðin á Yarisinum hentist upp og konan kom á fleigiferð eins og rússneskur T-34 skriðdreki nýjasta módel fyrir hornið á húsinu, spólaði síðan upp tröppurnar og útihurðin fór næstum því af hjörunum þegar frúin stormaði inn. Hún virti mig ekki viðlits heldur hrópaði í sífellu: Hvar er Mogginn, hvar er Mogginn. Síðan sá ég á eftir henni inn í eldhús þar sem blöðin flugu í allar áttir þangað til að hún fann Moggann og hlammaði sér þá í stól og grúði sig yfir blaðið meðan hún muldraði eitthvað sem ég heyrði ekki hvað var. Eftir að hafa lesið svolitla stund snéri hún sér við og sagði garfalvarleg. Það hafa orðið alveg hræðileg mistök, já alveg hræðileg og það versta við þetta allt er að það er of seint að leiðrétta þau. Hvað áttu við kona sagði ég steinhissa á öllum látunum, er nokkurntíma of seint að leiðrétta mistök. Já í þessu tilfelli sagði konan, mistökin urðu nefnilega á fæðingardeildinni fyrir meira en 20 árum. Já ég á enga sök á þeim flýtti ég mér að segja og er Mogginn virkilega að skrifa um mistök sem urðu á fæðingardeildinni fyrir meira en 20 árum. Nei sagði konan, mistökin eru að skrifa í Moggann. Hvað áttu við kona sagði ég og var nú orðin eitt spurningarmerki í framan. Já það er greinilegt að þegar ég lá á fæðingardeildinni fyrir meira en 20 árum og átti þar stúlkubarn þá hefur orðið einhver ruglingur og ég hef verið send heim með vitlaust barn. Og nú er vitlausa barnið farið að skrifa greinar í Moggann bætti konan við og var greinilega brugðið. Og hvað er svona hræðilegt við það spurði ég varfærnislega er hún kannski að skrifa um móðurina og uppeldi sitt. Nei nei og aftur nei hrópaði konan, enda á hún uppeldinu það að þakka að hún skuli þó vera það sem hún er í dag. En hún er að skrifa um það að ekki megi virkja í Skagafirði, þetta sveitarfélag sem er eitt það verst stæða á öllu landinu má ekki virkja árnar sínar af því að hún vill að eitthvað lið sem er að druslast á gúmíbátum og kajökum þarna niður 3 mánuði á ári fái að hafa árnar út af fyrir sig. Samkvæmt þessari grein er þetta að verða eitthvert vinsælasta sport á Íslandi og helst vill hún neiða alla ferðamenn sem koma til landsins til að rattast niður einhverja sprænu í Skagafirði á einhverri gúmídruslu. Og helstu rökin fyrir þessu eru að það verði svo mikil margfeldisáhrif af þessu gúmítutlu dæmi að þeir sem selja gistingu og pulsur geta lifað af rekstrinum sínum þessa 3 mánuði á ári. Svo er Menntamálaráðuneytið búið að veita styrk til uppbyggingar á gúmítutlu skóla svo liðið fari sér nú ekki að voða. Svona er farið með skattpeningana okkar hrópaði konan og svo segir hún að það megi nota gúmítuttlurnar til náttúrutúlkunar, til að sýna liðinu hvernig árnar grafa sig ofan í bergið. Ég held að hún hafi nú grafið hausinn rækilega í sandinn í þetta skipti, hún er komin í lið með Ómari Ragnarssyni og því liði sem ég kalla umhverfisofstækismenn og eru á móti öllum virkjunum hvort sem um er að ræða skynsamlega nýtingu á náttúruauðlindum okkar eða ekki. Ef ég hitti einhverntíma þennan fjandans fæðingarlækni sem ruglaði grislingunum á fæðingardeildinni og sendi mig heim með vitlausan krakka skal ég svo sannarlega gefa honum eitt spítalavink æpti konan og var nú orðið svo heitt í hamsi að ég forðaði mér hið snarasta aftur inn í sólstofu því ég hef lært það að fenginni reynslu að maður deilir ekki við nýjasta módel af rússneskum skriðdreka gerð T-34 ..
Smelltu á þetta...
Vefsíðulistinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Eldri færslur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
elskan...........ég vissi ekki að þú þjáðist svona af ofheyrnum og ofskynjunum. Dísúskræst..............einhvern tímann líktir þú mér við EIMREIÐ...........ogogogogogog nú er það RÚSSNESKUR SKRIÐDREKI!!!! Þú gleymir stundum lyfjunum þínum á morgnana - ég held að ég taki þau mál í mínar hendur, er smeik um að þú gleymir þeim ekki bara stundum......heldur mun oftar en það. Fólk fer að skilja mun betur eftir þessar lýsingar þínar á mínu aksturslagi hvers vegna þú sitjir ekki ófullur hægra megin í bíl með konunni þinni get svo svarið það...... Hafir þú munað eftir lyfjunum að undanförnu og það sé því ekki það sem er að hrella þig þá er bara til ein skýring á þessu öllu saman (fyrir utan það að ég hef sennilega ekki komið með rétt barn heim í den .....en henni ræfilsstúlkukindinni minni svipar til "fjölskyldu sinnar í móðurætt (sem talin er)) TJÁNINGARHEFTUR!!!!!!SKÝRINGIN HLÝTUR AÐ VERA SÚ AÐ ÞÚ ERT AÐ REYNA AÐ TJÁ ÞIG UM ÞAÐ AÐ KONAN ÞÍN ÞURFI AÐ MINNKA - AÐ ÞAÐ SÉ TIL OF MIKIÐ AF HENNI þó þér finnist aldrei of mikið til af þér
Skriðdrekinn.........eiginkonan..........og allt bloggefnið í Snorrabloggi (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 16:35
Til ykkar félaga í aðdáendaklúbbi Snorra............það er ekki orð að marka karlinn........hann getur bara ekki að þessu gert. Hann er búinn að fara til augnlæknis (á eftir að panta tíma fyrir karlinn í heyrnarmælingu.........en það verður gert fyrir jól).........ég þarf greinilega að fara að endurskoða ýmislegt sem okkur hjónahnullungum (því verður nefnilega seint á okkur logið að við séum einhver KORN) fer á milli (sem ég tjái mig ekki frekar um hér - því það er bara okkar á milli eins og gefur að skilja )
Ég sjálf (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 16:41
Húsbóndinn á heimilinu kemur EKKI undan rúminu fyrr en ég leyfi það. Hann er þar núna.............vel geymdur.
HÚSMÓÐIRIN á heimilinu (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.