Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

ÞÚ VANNST

Í sælli ró með kaffibolla, Moggann og ristaða heilhveitibrauðsneið með osti og sultu sat ég við morgunverðarborðið og las það sem helst var í fréttum þennan fallega morgun þar sem sólin skein og fuglarnir sungu sem aldrei fyrr.  Ég gerði hlé á lestrinum og horfði á fjöllin í Grímsnesinu sem voru böðuð í sól og hlustaði á fuglasönginn og naut þessarar kyrrðar sem þeir einir njóta sem vakna snemma.  En kyrrðin var rofin þegar konan stormaði inn í eldhús og hlammaði sér ábúðarfull við eldhúsborðið.  Hún horfði á mig góða stund og undir niðri var ég viss um að nú væri eitthvað í gangi.

 Hvað elskarðu mig mikið sagði hún svo loks og augnaráðið sýndi að nú væri eins gott að hafa rétta svarið á hreinu.

  Hvurslags spurning er nú þetta klukkan sjö að morgni hugsaði ég með mér  meðan heilinn með sína takmörkuðu hugsun svona snemma  reyndi að upphugsa eitthvað svar sem gæti þóknast konunni.

 Ætti ég að breiða út faðminn og segja SVONA MIKIÐ með mikilli áherslu eða vitna í ævintýrið góða þar sem sonurinn sagðist elska föður sinn eins mikið og salt jarðarinnar hugsaði ég en að lokum datt ég niður á að mér fannst alveg skothelt svar.

 Já þetta verður ekki hrakið hugsaði ég með mér um leið og ég snéri mér að konunni og brosti mínu blíðasta.

Ég elska þig jafn mikið og þú elskar mig sagði ég um leið og ég smellti kossi á kinnina á henni.

ER ÞAÐ NÚ ALLT OG SUMT hvæsti konan milli samanbitinna tannana, það er alltaf sama sagan á þessum bæ.

En elskan mín sagði ég,  heyrðirðu ekki það sem ég sagði,  ég elska þig jafn mikið og þú elskar mig.

Vertu ekkert að reyna að klóra yfir holuna þína æpti konan og var nú orðin eins og þrumuský í framan þar sem hún sat þarna á náttsloppnum og lubbinn á henni var eins og úfinn hænurass í vindi.

Þetta er alveg eins og ég vissi, ég er alls ekki metin að verðleikum á þessu heimili ég elda fyrir þig og baka eins og óð manneskja og hvað hæ ég í staðin, ha já ég skal sko segja þér það góði minn ég fæ EKKERT alls EKKERT

Þar varstu nún heppin áræddi ég að segja, ég borða það sem þú eldar og bakar og hvað fæ ég í staðin, ha jú ég skal sko segja þér það góða MAGAPÍNU  já svæsna MAGAPÍNU

Ég stillti mér upp við dyrnar um leið og ég sagði þetta tilbúinn að hlaupa en konan hristi bara hausinn og trítlaði aftur einn í rúm og eftir hljóðunum að dæma sem fljótlega heyrðust þá gekk henni ágætlega að sofna. 

Ég fór því aftur að dunda við brauðsneiðina og kaffibollan og góða stund ríkti blessaður friður í kotinu og ég prísaði mig sælan að þessi rimma hafði ekki endað með rifrildi því ég er nefnilega ekki vanur að hafa betur í þeim rimmum og reyndar held ég að í eina skiptið sem ég hafi átt síðasta orðið í rifrildi við konuna var þegar ég sagði:

Þetta er alveg rétt hjá þér elskan, FYRIRGEFÐU.

Að vísu kom hún einu sinni skríðandi til mín eftir rifrildi en þá kom hún skríðandi og sagði: 

Komdu undan sófanum bölvaður ræfillinn þinn.

Ég kláraði svo Moggan og var að byrja á þriðja kaffibollanum þegar svo hennar hátign vaknaði aftur og kom stormandi fram í eldhús með engu minni slætti en í fyrra skiptið og stillti sér upp fyrir aftan mig og sló mig með flötum lófa í skallann.

Og fyrir hvað var svo þetta spurði ég og nuddaði auman skallann.

Þú þarft alltaf að vera að skipta þér af hrópaði konan, mig var að dreyma áðan að ég væri á stefnumóti með GEORGE CLOONEY þegar þú komst og fórst að skipta þér af og á endanum fóruð þið að slást út af mér.

Nú er það ekki sem ykkur dreymir allar um þessar kerlingar að það séu einhverjir karlar sem hreinlega slást um ykkur.

Það getur vel verið hvæsti konan en í þessum draumi var bara einn mjög alvarlegur galli á  gjöf njarðar, þú og GORGE CLOONEY fóruð að slást út af mér og  ÞÚ VANNST!!!

 

Veiðivötn

Við vorum að koma úr Veiðivötnum og eftir tveggja daga veiði var afraksturinn 52 fiskar af öllum stærðum og gerðum.  Ég set hérna inn myndir af þeim stærstu og þá fyrst mynd af þeim stærsta sem konan veiddi.

                                         fisk%20(7) 007_edited

Síðan kemur hérna mynd af þeim stærsta sem ég veiddi en ég fékk veiðiverðina til að halda á honum fyrir mig

                                             2007618350216715                                                


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband