21.6.2006 | 13:38
Hringdu kona, hringdu
Ég vaknaði einn morguninn í svitabaði eftir hræðilega martröð. Mig dreymdi að ég væri á gangi með stærðar barnavagn og í vagninum lá stúlkubarn klædd í bleikan galla. Í draumnum arkaði ég svo með vagninn heim á leið og þar tóku við bleyjuskipti og allskonar tilfæringar við að hita mjólk á pela. Ekki gat ég betur skilið í draumnum en ég ætti þetta barn og því ekki að furða þó ég hafi vaknað með andfælum og í svitabaði. Þið getið því gert ykkur í hugalund hvað mér létti þegar ég uppgvötvaði að þetta var bara draumur og það var bara hún Sólveig mín sem lá við hliðina á mér og var hvorki klædd í bleikt né með bleyju. Er ekki allt í lagi elskan mín sagði konan og snéri sér að mér, þú varst svo órólegur í nótt, þú reistir þig tvisvar upp og byltir þér á alla kannta. Það er ekki furða sagði ég, mig dreymdi að ég ætti ungabarn og var að trilla því í barnavagni í alla nótt og síðan tóku við bleyjuskipti og pelavesen. Þegar ég sá svipinn á konunni gerði ég mér ljóst að þegar maður er nývaknaður er best að steinþegja og segja hreint ekki neitt nema góðan dag svona fyrsta hálftímann. Hefurðu verið að gera eitthvað af þér sagði konan, hvaða lausaleikskróa vesen er á þér á nóttinni áttu kannski eitthvað sem ég veit ekki um. Auðvitað ekki sagði ég þetta var bara draumur og auðvitað varð ég skelfingu lostinn þegar ég átti skyndilega orðið ungabarn. Það er alltaf sama sagan með ykkur karlmennina sagði konan, ef þið eigið ekki lausaleikskróa þá dreymir ykkur um þá á nóttinni. Og með hvaða herfu áttirðu þennan grisling bætti hún við. Ég bara veit það ekki sagði ég það var ekki komið að því í draumnum og ef þér líður eitthvað betur þá var ég svikinn um getnaðinn líka. Gott á þig sagði konan ég vil geta sofið í mínu rúmmi á nóttinni án þess að það sé verið að halda framhjá mér við hliðina á mér. Kannski hefur þetta ekki verið mitt barn, kannski hefur þú verið orðin amma og ég bara verið að passa tautaði ég og fór að tína á mig spjarirnar. Það setti óstöðvandi hlátur að konunni og það var ekki fyrr en eftir góða stund sem hún sagði, það sjá nú allir sem einhverja glóru hafa í kollinum að það er gjörsamlega útilokað að ég sé orðin amma jafn ungleg og ég er enda er ég varla komin af barnsaldrinum sjálf. Já auðvitað sagði ég þetta var vanhugsað hjá mér, krakkarnir eru ekki nema 25, 22 og 18 ára og svo eitt örverpi komið að fermingu svo það er náttúrulega algjörlega útilokað að þú verðir amma í bráð. Og eitt skal ég láta þig vita að það verður sko ekkert pössustand á þessum bæ þegar ég verð orðin amma eftir mörg, mörg, mörg ár sagði konan, þegar þetta lið fer að eiga börn getur það bara passað sína grislinga sjálft ég má ekkert vera að standa í svoleiðis enda komið að því að við förum að slappa af og leika okkur. Get ég treyst því að þú standir við þessi orð þegar þar að kemur sagði ég hinn ánægðasti því draumurinn var svo raunverulegur að ég var að spá í hvort þetta geti verið fyrirboði um að það verði nú slys hjá einhverjum grislingunum og þú verðir amma á barnsaldri. Konan steinþagnaði og horfði á mig með skelfingarsvip en sagði svo: Það væri náttúrulega eftir þessum grislingum okkar að passa sig ekki og gera mig að ömmu löngu fyrir tímann, nei nú verður að taka í taumana og gera þeim það morgunljóst að það er dauðans alvara að fara að fjölga mannkyninu og svo er ég viss um að þau hafa ekki hugmynd um það hvað leikskólapláss kostar nú til dags. Síðan stormaði hún fram á stigapall og brunaði eins og eimreið niður stigann og greip símann. Ég skal sko kenna þessum grislingum tautaði hún meðan hún var að velja númer. Ég hljóp á eftir henni niður stigann og greip í hendina á henni og sagði: Heyrðu nú kona góð þú ferð nú ekki að hringja í krakkana klukkan átta að morgni til að brýna það fyrir þeim að passa sig og nota verjur er það nú ekki full langt gengið. Hvernig var það sagði konan varst þú ekki að ýta barnavagni í alla nótt í draumi og skipta á bleyjum og hita pela, var svona gaman hjá þér eða ertu strax búinn að gleyma því. Ég hugsaði mig um smástund og rifjaði upp drauminn og sleppti svo hendinni á konunni eins og ég hefði brennt mig og sagði:
Hrindgu kona, hringdu.Smelltu á þetta...
Vefsíðulistinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Eldri færslur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góði.........sko ég hefði átt að samþykkja spegilinn sem þú vildir hafa í loftinu - þá hefðir þú séð sælusvipinn á þér maður þegar þú vaknaðir eftir þennan ljúfa draum. Reynir svo að klóra yfir holuna þína.........ja, ljúft er að láta sig dreyma.
eiginkonan, f.v Múvístar og Halelúja systir og verðandi fleeeeiiiiiiiri barna stjúpmóðir (IP-tala skráð) 21.6.2006 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.