25.7.2007 | 13:23
KLUKKIÐ
Best að ljúka klukkinu af láta flakka 8 atriði um mig sem fæstir vita og klukka í leiðinni Siggu Rósu og Sólveigu og líka þá sem kíkja á bloggið en kvitta aldrei fyrir komuna.
1. Fyrsti bíllinn minn var af gerðinni Singer Voge sem var svona lúxusútgáfa af Hillman Hunter, þegar ég svo var á rúntinum og lagði kagganum á hallærisplanið á Selfossi þá heyrði maður oft inn um bílgluggann: Þarna kemur Snorri á Singer saumavél og í Voge sokkabuxum (seldi hann því fljótlega og fékk mér alvöru bíl Chervolet Impala)
2. Ég fékk snemma veiðidelluna og það var líklega um 7 ára aldurinn sem ég fór í mína fyrstu veiðiferð sem var við Steingrímsstöð, fljótlega fór ég að velta því fyrir mér hvort fiskurinn borðaði ánamaðkinn af því að hann væri svo góður á bragðið og ákvað að prufa. Komst að því að fiskurinn og ég höfum ekki sama smekk á mat.
3. Árið 1986 skrapp ég sárasaklaus til læknis og var umsvifalaust hent inn á spítala og þar var ég ristur á hol og slitið úr mér annað nýrað. Það var svo í síðasta tékki fyrir skurðinn að mér tókst að leiðrétta læknirinn og benda á að það væri hægra nýrað sem var ónýtt en ekki það vinstra eins og stóð á skýrslunni. Það hafði sem sagt orðið ruglingur á spítalanum og ég kallaði læknirinn skottulækni fyrir vikið en hann útskrifaði mig viku seinna sem ólæknandi tilfelli.
4. Þegar ég var 14 ára gisti ég hjá skólabróður mínum og þar fundum við lykil sem gekk að vínskápnum hjá húsráðanda og þar var þessi líka fína flaska af Tindavodka og okkur fannst tilvalið að blanda innihaldinu saman við appelsínudjúsinn á heimilinu og þetta drukkum við svo með bestu lyst. Við vorum reyndar klagaði af nágrönnum því kl. 3 um nóttina sátum við úti í garði og sungum hástöfum:
Upp í loftið hóran svífur hátt
hennar brækur rifna upp á gátt.
Síðan þá hef ég ekki lagt það á nokkurn mann að taka lagið
5. Ég hef aldrei átt við áfengisvandamál að stríða, það hefur alltaf verið nóg til.
6. Hundurinn minn er í miklu uppáhaldi, sérstaklega eftir að ég gat vanið hann á að vekja alltaf konuna ef hann þarf að komast út að pissa. Hann gerði þó undantekningu þann 1 maí s.l. og vakti mig en ekki konuna. Mér fannst það allt í lagi því 1 maí er jú frídagur verkalýðsins.
7. Eitt af mínum fyrstu prakkarastrikum (af mörgum) var að hella fullum brúsa af lopasápu í nýja gosbrunninn hans Harðar sundkennara sem átti heima í næsta húsi. Forðaði mér á hlaupum þegar froðan náði orðið upp á bílskúrsþak.
8. Og að lokum vil ég bara láta konuna mína vita eitt: Ég er húsbóndi á mínu heimili og kem undan rúminu þegar mér sýnist.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:32 | Facebook
Smelltu á þetta...
Vefsíðulistinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Eldri færslur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jassó - þú varst nú bara spurður hvað klukkan væri en ekki KLUKKAÐUR ( eða var það klikkaður). En úr því að þú ert nú búinn að uppljóstra ÖLLU þessu fyrir alþjóð (eða alheiminum - þ.e þeim sem skilja íslensku) þá skal það upplýst að fátt af þessu kemur á óvart. Varðandi 7.lið....þá er það alveg dagljóst að það er ekkert áfengisvandamál í gangi - bara að bjarga birgðum frá því að komast að síðasta neysludegi (og gengur afskaplega illa, því það hefur þurft að henda bjórbirgðum í massavís þar sem síðasti neysludagur var löööööngu liðinn)
Eiginkonan ;-) (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 15:07
Að kvöldi bloggdags skal það upplýst að ég hef ekki getað lokkað minn mann undan rúminu í allt kvöld - sama hvað í boði var. Hann dúsir því enn undir rúminu og verður þar væntanlega fram á morgun þegar hann neyðist til þess að fara að spræna.
Góða nótt aðdáendur Snorrabloggs og enga vorkunsemi honum til handa - það væsir sko ekki um karlinn undir rúminu.
eiginkonan elskuleg (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.