27.9.2007 | 13:17
LANGI ÓÞEKKTARDAGURINN MIKLI Í ÓLÁTAGARÐI
Einn laugardag fyrir nokkru síðan var haldinn svokallaður langur laugardagur hér á Selfossi með tilheyrandi húllumhæi. Þennan sama dag var líka haldinn Fiskidagurinn mikli á Dalvík. Ekki veit ég betur en báðir þessir viðburðir hafi farið vel fram og gengið stóráfallalaust fyrir sig. Þennan sama laugardag gerðist líka annar atburður sem fór ekki alveg eins vel fram en það var Langi óþekktardagurinn mikli í Ólátagarði. Allt hófst þetta þó á hefðbundinn hátt, ég vaknaði við hávær hlátrasköll í pottormunum sem greinilega voru í góðu stuði svona að morgni dags. Ég þóttist því nokkuð viss um að ekki yrði sofið mikið lengur og fékk það staðfest skömmu seinna þegar hurðin á herbergi pjakkana var opnuð og sá eldri galaði eins hátt og hann gat:
Ég þarf að pissa, þessu fylgdi svo hurðarskellur þegar klósetthurðin skall aftur svo húsið lék á reiðiskjálfi og meira að segja frúin rumskaði við hliðina á mér í rúminu og opnaði a.m.k. annað augað.
Innan skamms opnaðist hurðin aftur og aftur var hrópað af öllum lífs og sálarkröftum.
Ég þarf líka að gera nr. 2.
KRÆST ekki nr. 2 kl. 7:05 að morgni hugsaði ég með mér og gjóaði augunum á konuna og velti fyrir mér hvort ég gæti narrað hana í að ganga frá nr. 2 en nú brá svo við að augað var harðlokað og ekkert sjáanlegt lífsmark með frúnni.
Ég velti málinu fyrir mér í smástund og en tók svo utanum konuna og kyssti hana og sagði:
Heyrðu elskan mín akkúrat núna ætla ég að gera þig að hamingjusömustu konu í heimi.
Frábært góði, ég á eftir að sakna þín sagði konan og ýtti mér frá sér og það rifaði ekki svomikið sem í annað augað á henni.
Búinn!!! heyrðist núna galað innan af klósettinu og því var ekki annað að gera að drífa sig á fætur og byrja daginn á að ganga frá nr. 2.
Eftir morgunmatinn fóru pottormarnir að horfa á barnaefni í sjónvarpinu svo að ég fékk því tækifæri á að klára uppvaskið og setja í eina þvottavél áður en konan fór á fætur.
Um sama leyti og barnaefnið var búið kom svo konan fram og fékk sér kaffi og innan skamms komu pjakkarnir hlaupandi og sögðust vilja fara út að leika. Konan kíkti út um gluggann og athugaði veðrið sem var heldur dumbungslegt þennan morgun og nokkar líkur á rigningu svo hún dró fram vígalega pollagalla sem hún svo klæddi pjakkana í.
Síðan brá hún sér inn í bílskúr og náði í glænýjar fötur og skóflur sem hún gaf þeim og sendi þá svo yfir götuna á leikvöllinn. Nú getið þið mokað í sandkassanum kallaði hún svo á eftir þeim áður en hún lokaði hurðinni og hélt áfram að drekka kaffið. Eftir svo sem hálftíma fór ég svo að athuga hvort ekki væri allt í góðu lagi á leikvellinum og kom þá hvergi auga á piltana. Við nánari leit sá ég að þeir stóðu fyrir framan splunku nýjan Skoda sem stóð úti á götu og voru önnumkafnir við að drullumalla á húddinu á honum með nýju fötunum og skóflunum. Hjálpi mér nú allir heilagir hrópaði ég sem aftur varð til þess að konan kom hlaupandi. Vantar þig eitthvað væni minn spurði hún en ég benti skelfingu lostinn á piltana sem lömdu með nýju skóflunum ofan á húddið á nýja Skodanum. Nei hættu nú alveg hrópaði konan og skellti sér í skó og hljóp út á götu og ég á eftir. Konan greip í axlirnar á piltunum og sagði höst:
Hvað eruð þið eiginlega að gera, eruð þið alveg orðnir brjálaðir, þið fáið sko ekki nýja skóflu ef þið brjótið þessar.
Síðan dröslaði hún piltunum inn en ég hafði meiri áhyggjur af húddinu á Skodanum heldur en skóflunum og þeim skemmdum sem þar voru og reyndi eftir bestu getu að róa eigandann sem var kominn og reyndar búinn að hringja á lögregluna og kæra skemmdirnar. Eftir tilheyrandi skýrslugerð og afsakanir fór ég svo inn og ræddi alvarlega við piltana sem lofuðu hátíðlega að gera aldrei tilraun til þess aftur að brjóta nýju skóflurnar. Þeir fóru svo að horfa á videó í herberginu sínu og smástund var friður í kotinu. Það stóð þó ekki lengi því fljótlega var kallað: Videóið er bilað. Hvaða vitleysa er þetta sagði ég og fór inn í herbergi að kanna tækið. En viti menn videóið virkaði ekki og spilaði ekki myndina né var hægt að spóla hvorki áfram né til baka. Er það nú drasl hugsaði ég meðan ég aftengdi tækið og fór með það fram í eldhús, það er bara stutt síðan ég keypti þessa græju. Síðan náði ég mér í skrúfjárn og skrúfaði lokið af tækinu og þá kom fljótlega í ljós hvað hafði valdið bilunninni. Það var nefnilega ekki bara videóspólan sem var inni í tækinu heldur var þar heill dýragarður úr plasti að auki. Litlir puttar höfðu troðið einum gíraffa, belju, tveimur hænum og ljóni inn í videóið og því eðlilegt að það virkaði ekki. Ég kallaði í piltana og spurði hastur hver hefði troðið heilum dýragarði inn í videótækið. Fyrst litu ormarnir hvor á annan og síðan bentu þeir hvor á annan og sögðu í kór.
Hann gerði það.
Vegna skorts á sönnunargögnum var málið látið niður falla gegn ströngu loforði um að setja framvegis ekkert inn í vedeóið annað en spólur.
Það má ekkert hérna sagði sá yngri um leið og hann fór aftur inn í herbergið sitt og skellti hurðinn á eftir sér.
Eftir svo sem klukkutíma komu þeir svo hlaupandi með sverð úr plasti sem sem þeir sveifluðu yfir höfði sér og sögðust vera að leika Star Wars og hurfu síðan inn í sólstofuna. Fljótlega heyrðist hávært brothljóð innan úr sólstofunni og konan sem hafði lagt sig kom nú brunandi innan úr svefnherbergi og hrópaði á innsoginu:
Hvað gengur eiginlega á! Ó guð hjálpi mér uppáhalds blómavasinn minn er í þúsund molum hrópaði hún og nú er sko nóg komið. Hún tók í axlirnar á piltunum og setti annan inn í herbergið þeirra en hinn inn í herbergið sem einkasonurinn hefur til afnota en hann var að heiman þennan dag.
Nú er nóg komið af óþekkt sagði hún ströng og nú verðið þið að vera í sitthvoru herberginu það sem eftir er dagsins.
Fljótlega opnuðust dyrnar á öðru herberginu og svo var kallað: Anton, Anton.
Já var svarað og dyrnar á hinu herberginu opnuðust líka.
Anton nú er ég kominn með sér herbergi kallaði sá yngri sigri hrósandi í bróðir sinn sem kíkti út um dyrnar á hinuherberginu. Já ég líka kallaði hinn, núna er ég líka kominn með sér herbergi. Brynjar núna eru bara allir komnir með sér herbergi bætti hann svo við.
Já allir nema Sólveig kallaði sá yngri á móti, aumingja Sólveig hún þarf ennþá að sofa hjá honum Snorra.
Mér varð litið á konuna og sá að hún kinkaði kolli í gríð og erg og sagði svo.
Hann er ekki svo vitlaus sá stutti.
Um kvöldið eftir að hafa tekið á nokkrum minni háttar afbrotum til viðbótar lagðist ég svo á koddann örmagna af þreytu og var ákveðinn í því að ef konan svo mikið sem mynnist á það einu orði að gerast stuðnigsforeldri fyrir fleiri börn á mynni ég hana pottþétt á hvernig hann fór fram:
LANGI ÓÞEKKTARDAGURINN MIKLI Í ÓLÁTAGARÐI
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Smelltu á þetta...
Vefsíðulistinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Eldri færslur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
...BRRRRR. NÚ ER NÓG KOMIÐ!!!!! þvílíkar martraðir sem þú þjáist af. Þú vildir ekki burra með elsku kerlinguna þína norður á Dalvík til að fá fisk og uppfylla öll heimboðin sem ég á þar........svo ég varð að hafa einhvern langan dag hér og þú gleymdir að tala um það að ég eldaði þessa dýrindisfiskisúpu þennan dag. Reykvíkingar eiga alltaf langan laugardag einu sinni í mánuði - hér eru bara stuttir dagar svo ég greip til minna ráða. Vissulega er hér aldeilis líf og fjör og svo sannanlega þarf einhver að hafa hemil á öllu saman eftir allt eftirlætið hjá þér HÓLÍMÓLÍ, þú værir eins og bremsulaus bíll ef ég væri ekki einhvers staðar í nálægð við þig. Auðvitað eru skóflurnar og föturnar komnar úr umferð - við erum jú komin á mestmegnis bens.......eða hvað heitir nýji bíllinn? Þeir fá sko ekki að drullumalla á húddinu á honum - ónei. Svo ertu alltaf að dekra svo mikið við mig að ég get ekki verið neitt annað en hamingjusamasta kona heims........og þótt víðar væri leitað.
Gribban.......hin eina. (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.