11.4.2006 | 13:27
Ást á raðgreiðslum
Við konan sátum eins og oft áður í stofunni heima í Miðtúni einn eftirmiðdag og vorum að spjalla saman þegar síminn hringdi og konan stóð á fætur og svaraði. Ég notaði tækifærið og stillti sjónvarpið á Enska og laumaðist til að kíkja á leik á meðan, en sá útundan mér að konan varð hálf skrítin á svipinn þegar hún var að tala í símann. Fyrst kom undrunarsvipur á hana og hún margtuggði, hvað segirðu, hvað segirðu. Síðan kom skelfingarsvipur á hana og hún sagði, ég trúi þessu ekki, ég trúi þessu ekki. Síðan varð hún eins og þrumuský í framan og urraði eitthvað í símann og skellti svo á. Síðan tók hún strauið og stefndi beint á stofuna. Ég mældi í snatri í huganum fjarðlægðina að svalahurðinni en sá strax að ég átt engan séns að komast undan þar svo ég slökkti á sjónvarpinu og kallaði: Ég gerði það ekki, ég gerði það ekki. En konan virti mig ekki viðlits, hún strunsaði framhjá mér og settist í sófann. Hún er komin með kærasta sagði hún síðan óðamála. Það var nú gott sagði ég er hann sætur áræddi ég að bæta við. Nei hann er ljótur svaraði konan, hann heitir Ferlegur og ber út Moggann. Þau eru að fara eitthvað út í lönd að príla uppá einhvern moldarhaug bætti hún við og hljóp svo aftur í símann til að reyna að afla frekari frétta af þessu stórmáli. Ég var satt best að segja ekki alveg viss hvað mér hafði verið sagt þarna en þegar leið á daginn skýrðist málið. Einkadóttir konunnar var sem sagt komin með kærasta og þegar betur var aðgáð hét hann ekki Ferlegur og bar út Moggann, heldur Örlygur og var blaðamaður á Mogganum og myndarmaður að auki. Stúlkan var á leið austur fyrir fjall að hitta móður sína með það fyrir augum að óska eftir ábyrgðarmanni á kreditkort því hún ætlaði með nýja kærastanum til Evrópu að klífa fjöll. Svona ást á raðgreiðslum gengur aldrei sagði konan þunglega, ástin verður að vera staðgreidd til að vera sönn bætti hún við, gott ef þau hætta ekki saman á miðjum moldarhaugnum. Manstu þegar við vorum að byrja saman og þú bauðst mér til útlanda, það var sönn ást enda staðgreidd sagði konan. Mikið rétt sagði ég, það var sko sönn ást en eigum við nú bara ekki að vera róleg og sjá bara til hvað verður úr þessu bætti ég við. Konan róaðist nokkuð við þetta og greip bók og fór að lesa en ég laumaðist svo lítið bar á upp á loft því ég þurfti að fela nokkra Visa reikninga úr möppunni minni því konan má ekki fyrir nokkurn mun komast að því að okkar fyrsta rómantíska ferð til útlanda var ÁST Á RAÐGREIÐSLUM.
Smelltu á þetta...
Vefsíðulistinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Eldri færslur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ÚPS......nú fer ég að skilja PÖNNUKÖKUÞUNGLYNDIÐ og allt það. Sko........hún mamma þín sagði að þú hefðir alltaf sagt "svooona svoooona kona" og horfið upp á loft, þegar hún þurfti aðeins að tala til þín á alvarlegri nótunum. Þessu hefur þú aldrei beitt á mig. Svo er það annað alvarlegra mál......VARSTU AÐ PLATA MIG? eða............hvað á ég að halda? og við sem erum að fara í aðra "rómantísa" ferð til útlanda í FYRRAMÁLIÐ. HUH....fólk heldur væntanlega að ég sé með kökukeflið á lofti alla daga....égmeinaða. (kökukefli heimilisins er úr plasti, svo það yrði aldrei stór kúla á skallanum þínum)
húsmóðirin (IP-tala skráð) 11.4.2006 kl. 21:29
Jamm.át er indisleg og til hamingju með það að vera ástfangin;) en það sem við viljum vita er það heitir konan þín ekki eitthvað eða heitir hún bara konan???
Gulla (IP-tala skráð) 13.4.2006 kl. 10:22
Ég náttúrlega meinti að ást væri indisleg,ég held að lyklaborðið mitt sé eitthvað bilað svei mér þá;)
sama (IP-tala skráð) 13.4.2006 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.