Það sem aldrei þagnar

DSCF0854Konan var að skoða diska með myndum og fann þessa mynd frá Kanaríeyjum og neyddi mig til að setja hana á bloggið.  Ég varðist þó fimlega og það var ekki fyrr en eftir að hún hafði snúið tvo hringi upp á hendina á mér að ég gafst upp.  Í þokkabót heimtar svo konan að myndin verði látin heita: 

" EINS Í LAGINU "

DSCF0854

Ég sit svo núna og skoða diska með myndum því ég man að ég náði einni af henni við  PÁFAGAUKABÚRIÐ og þegar hún kemur í leitirnar þá birti ég hana og læt hana þá heita:

" ÞAÐ SEM ALDREI ÞAGNAR "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Hún venst nú myndarskömmin sagði hún Domma sáluga, langafasystir mín (eða langlangafasystir mín) þegar hún skoðaði í einrúmi í baðstofunni (Domma sáluga var fædd 18XX, sennilega fyrrihluta þeirrar aldar) myndina sem tekin var af henni í den - Domma þótti ekki sérlega MYNDARleg - það er kanski ekki beint samhengi milli þeirrar myndar og þessarar athugasemdar minnar við þessa mynd, en flaug samt þessi umsögn gömlu konunnar í hug. Ég er svo sár í minn eigin garð að hafa ekki munað eftir þessari mynd af manni mínum þegar verið var að gera auglýsingarnar um SÝN2 eða hvað þessi fótboltabullurás heitir, því ef ég hefði sent þeim myndefnið hefði minn maður ÖRUGGLEGA fengið fría áskrift að sparktuðrurásinni í staðinn fyrir að borga offjár fyrir áskriftina. og talandi um myndefni - ja hérna, ég hef sjaldan orðið jafnsteinhissa og þegar ég sá hvað var á myndinni sem ber það fína nafn ÞAÐ SEM ALDREI ÞAGNAR - ég hélt að hann hefði verið að mynda GARGANDI PÁFAGAUKA!!!!! en HÓLÍMÓLÍ...........hvað haldið þið að hafi verið á myndinni.......nei nei ekki páfagaukar eða apar.........ÓNEI, það var hin nývígða eiginkona hans SNORRA ÞÓRS og nú loksins var minn maður HUGAÐUR.  Þið ágætu sunnlendingar og aðrir sem þekkið hann Snorra minn (eða þekkið ekki hann né mig) og eruð mjög spyrjandi hvort þessar sögur séu sannar.......ÞÁ VILL NÚ SVO TIL AÐ HÉR Í HVERFINU ER BÚIÐ AÐ SETJA HRAÐAHINDRUN Á HRINGAKSTURSLEIÐINNI UM HVERFIÐ, því slík var umferðin orðin í þessu friðsæla hverfi og nú rokseljast allar eignir hér utan ár - eins og heitar lummur væru í boði.  Meira að segja er svoooo hart barist fyrir því að fá að byggja á hverjum þeim skika sem hugsanlega gæti borið meira en eitt hús að hver greinilega til þess eins að fá að vera sem næst okkur.  Þetta er nefnilega eitt allsherjar kærleiksheimili hér í Ólátagarði, hvað svo sem þið haldið.

Bestu kveðjur

Blogga.

Blogga (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband