5.4.2006 | 14:02
PÖNNUKÖKUÞUNGLYNDI
Ég hef komist að raun um það að ég þjáist af alvarlegu pönnukökuþunglyndi. Það var fyrir u.þ.b. mánuði síðan að ég sat í stofunni heima hjá mér á laugardagseftirmiðdegi, þungt hugsi þegar konan rauf þöfnina og sagði: Ég skal gefa þér 100 kall ef þú segir mér hvað þú ert að hugsa. Ég sá fram á skjótfengin gróða og dæsti hátt og sagði. Ég held ég sé að verða þunglyndur og það í meira lagi, veðrið er leiðinlegt, lúkurnar á mér lagast ekkert og Liverpool er að tapa leiknum bætti ég við. Hvaða vitleysa er þetta sagði konan þú ert ekkert að verða þunglyndur, þú ert bara svangur bætti hún við vitandi það að ég hafði nýlega hafið svolítið átak til minnkunar á bumbunni á mér. Með það hvarf hún inn í eldhús og þaðan barst brátt skrölt í pönnu og hrærivél. Brátt fylltist loftið að himneskri bökunarlykt og nokkru síðar birtist konan með þrjár glóðvolgar pönnukökur með sykri og rétti mér og hvarf svo aftur inn í eldhús. Eftir að ég hafði gætt mér á pönnukökunum birtist konan og spurði hvernig þunglyndinu liði og ég svaraði þungur á brún að það hefði jú minnkað örlítið en væri alls ekki farið. Konan hvarf aftur inn í eldhús en kom skömmu seinna með aðrar þrjár pönnukökur, núna með sultu og rjóma ásamt fullri krús af Iris Coffe og rétti mér. Ég verð nú að viðurkenna að minna varð úr þunglyndinu þennan dag en efni stóðu til, satt best að segja hvarf það eins og dögg fyrir sólu og ég varð hinn glaðasti það sem eftir liði dags. Núna á miðvikudegi þegar ég sit og pikka þetta finn ég hins vegar að þunglyndið læðist að mér aftur, ég er viss um að það mun ágerast á morgun og hinn og ná hámarki á laugardaginn. Ég er því að velta því fyrir mér hvort ég eigi að láta konuna vita í tíma að ég sé alveg að verða þunglyndur svo hún geti nú keypt inn ef eitthvað skyldi vanta því ég er viss um að þetta er alveg eins og um daginn BARA PÖNNUKÖKUÞUNGLYNDI
ps. konan skudar mér ennþá 100 kallin fyrir hugsanirnar.
Smelltu á þetta...
Vefsíðulistinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Eldri færslur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku hjartans engillinn minn.............vissi ekki að þú værir að þjást svona skolli illa vegna PÖNNUKÖKURAUNA.. PÖNNUKÖKURNAR skaltu fá á laugardaginn, með sultu og rjóma, sykri eða sírópi, bara eins og þú vilt hafa þær. Irish coffee getur þú líka fengið eins og þú getur í þig látið. Bara að þetta PÖNNUKÖKUÞUNGLYNDI hverfi á braut............en hvað veldur því annars?
húsmóðirin (IP-tala skráð) 5.4.2006 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.